
Það er ekki hægt að segja að þetta barn sé neitt illa haldið af næringarskorti. Stúlkunni virðist líða alveg sæmilega vel á brjósti og svo er hún aðeins farin að smakka graut, bragðlausan graut sem bragðast eins og ekkert en henni virðist líka sæmilega vel við. Fyrstu kynni af sætum kartöfflum, rófu, epli og peru voru hins vegar mjög óyndisleg miðað við gretturnar sem komu fram á eymingja stúlkunni. Húsmóðirin ætlar að reyna að ná einni slíkri grettu á mynd við fyrsta tækifæri.

Já, hún er sæt þessi stelpa.

Kata við Garðsskagavita um daginn.
# posted by Auður @ 23:55