Thursday, February 05, 2009

 

Nýjustu tölur komnar í hús

Jæja, nú er Elín búin að fara í fimm mánaða skoðun. Hér eru því birtar nýjustu tölur frá Heilsugæslustöðinni Sólvangi:

Daman er orðin 67,5 sm löng og í gær mældist hún 7.895 gr. að þyngd. Allt virðist í stakasta lagi og hún þroskast á ljóshraða. Að vísu er hún ekkert að eyða of mikilli orku í að reyna að velta sér og ekki getur hún setið sjálf í lengur en ca. 2 sek. En fyrir framkomu, hegðun og almenn krúttheit fær hún dúse points. Það er allavega álit okkar hér í kotinu.
Posted by Picasa

Innlegg:
Og á fyrstu myndinni er hún ALVEG eins og Kata - að minnsta kosti finnst mér það...
Krútt og ekkert nema krútt.
 
hún er þvílíkt lík Kötu...bara sæt og þvílíkur krúttbolti
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?