Wednesday, July 01, 2009

 

Svona á það að vera


Sóldýrkandi dauðans var ekki nógu hress með að hanga undir skýjunum í Reykjavík á meðan aðrir landsmenn í innsveitum nutu sólar. Því var brunað upp á Þingvelli með systrunum og tekin massíf 2 1/2 tíma ganga. Börnunum fannst þetta hin mesta svaðilför enda þurftum við að troða okkur skríðandi í gegn um gat í Almannagjá (handlangandi ungbarnið á milli), stökkva yfir gjár og fara yfir gaddavírsgirðingu til að komast leiðar okkar. Vonum að barnaverndarnefnd komist ekki að þessu.
Geðveikur dagur. Brennsla dagsins fór þó fyrir lítið. 7 stk. 16" pizzur voru keyptar á leiðinni heim til afa sem beið einn í kotinu (en amman var fjarri góðu gamni að dansa við biskupinn á Hólum).
Hér er verið að á á leiðinni en meðferðis í gönguna var 1 lítri af vatni sem menn og dýr þurftu að deila.

Innlegg: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?