Monday, October 30, 2006
Fögur er hlíðin

Fallegur dagur en kaldur.
Eftir sunnudagssteikina (sem aldrei þessu vant var matreidd af húsmóðurinni á sínu eigin heimili) var massagott að stinga sér ofaní pottinn nýstandsetta og horfa upp í stjörnurnar. Alveg hreint unaðslegt.



Moldalpan


Fiðurfénaður

Fjölskyldan Austurgötu kynnir með stolti tvo nýja heimilismeðlimi: Þeir eru tveir. Þeir hafa hátt. Þeir sóða út. Þeir sóða óhóhótrúlega mikið út. Þeir eru Halla Sóley og Jósef(ína ef kvk).
Tuesday, October 17, 2006
List

vær så god.
Monday, October 16, 2006
Í fréttum er þetta helst

Einar verður á landinu til jóla (skv. nýjustu fregnum a.m.k.).
Auður er búin að skrá sig á dönskunámskeið til að verða samræðuhæf í fyrirhugaðri vinnuferð til Oslóar.
Katrín vill nú öllum stundum vera í heimsókn hjá vinum og vinkonum. Hún er farin að átta sig á því að mamma hennar stjórnar ekki heiminum, t.d. hefur hún ekkert að segja hvernig veðrið er eða hvort hinir og þessir séu heima eða ekki. Kata vill ekki lengur eiga íþróttaálfskuldagalla heldur Sollugalla af því að krakkarnir í leikskólanum segja að íþróttaálfsgallar séu ljótir (hvort sem það er satt eða ekki). Sértu (ó)velkomin markaðssetning sem beint er að börnum.
Fjölskyldan sló fyrri met í plebbaskap og fór í sænska himnaríkið fyrsta laugardaginn - ásamt hálfri þjóðinni. Stúlkunum hefur verið lofað að fara aftur bráðlega í Smálandið þar sem ku vera alveg jötte bra.