Thursday, August 30, 2007
Mikil drulla mikið gaman
Svona voru vinkonurnar eftir að hafa tekið upp grænmetið og kartöfflurnar úr skólagörðunum.
Þær voru sendar labbandi heim og spúlaðar (slangaðar) með garðslöngunni.
Húsmóðirin varð reyndar líka töluvert moldug nema hún reyndi að hlífa andlitinu og lagningunni eins og sönnum frúm sæmir. Ekki tókst eins vel til með að hlífa frúarbílnum sem er orðinn eins og drullurallíbíll að innan.
Tuesday, August 28, 2007
Gullkorn frá litlu skessu

Má ég taka af mér handakútana. Plííís. Ég lofa að drukkna ekki.
Má ég vera í lopapeysunni. Ég lofa að kafna ekki. Ég var í henni á leikskólanum og ég kafnaði sko ekkert. En ef ég kafna þá lofa ég að hætta því.
- Hvað heitir guð? Heitir hann ekki Jón eða eitthvað?
- Nei, hann heitir held ég bara ekki neitt nema Guð.
- Hver skýrði guð Guð?
- Ég veit það ekki.
- Jú ég veit það. Það var auðvitað mamma hans Jesúsar, hún María. Hún er sko líka mamma hans Guðs. Það er sko stytta af henni fyrir framan spítalann og Rúrí las það sem stendur á henni og það stendur María, mamma hans Guðs.