Thursday, August 30, 2007

 

Mikil drulla mikið gaman

Hrein börn fögur börn? Ég held nú ekki.
Svona voru vinkonurnar eftir að hafa tekið upp grænmetið og kartöfflurnar úr skólagörðunum.
Þær voru sendar labbandi heim og spúlaðar (slangaðar) með garðslöngunni.
Húsmóðirin varð reyndar líka töluvert moldug nema hún reyndi að hlífa andlitinu og lagningunni eins og sönnum frúm sæmir. Ekki tókst eins vel til með að hlífa frúarbílnum sem er orðinn eins og drullurallíbíll að innan.

Tuesday, August 28, 2007

 

Gullkorn frá litlu skessu

Maður verður að vera góður við tröllabörn. Annars geta þau búið til súpu úr manni.

Má ég taka af mér handakútana. Plííís. Ég lofa að drukkna ekki.

Má ég vera í lopapeysunni. Ég lofa að kafna ekki. Ég var í henni á leikskólanum og ég kafnaði sko ekkert. En ef ég kafna þá lofa ég að hætta því.

- Hvað heitir guð? Heitir hann ekki Jón eða eitthvað?
- Nei, hann heitir held ég bara ekki neitt nema Guð.
- Hver skýrði guð Guð?
- Ég veit það ekki.
- Jú ég veit það. Það var auðvitað mamma hans Jesúsar, hún María. Hún er sko líka mamma hans Guðs. Það er sko stytta af henni fyrir framan spítalann og Rúrí las það sem stendur á henni og það stendur María, mamma hans Guðs.

Wednesday, August 08, 2007

 

Heimsókn

Eins og systra er siður þá fengu Borgfirðingar heimsókn frá húsmæðrunum af Álfaskeiðinu og Horimeritsje (soon to be eitthvað annað þorp með álíka skrýtnu nafni) og þeirra börnum.
Þegar búið var raska ró Bifrestinga með massaólátum í sundinu og borða 15 pylsur voru allir saman drifnir með í göngu að Hreðavatni þar sem grillaðar voru aðrar 20 pyslur í Jafnaskarsskógi.
Það er víst ýmislegt fagurt að sjá í Borgarfirðinum þegar maður er ekki að dríííífa sig út úr bænum eða drííífa sig heim eftir ferðalag.
Posted by Picasa

 

Borgarfjörður

Eins og sjá má þá vantaði aðeins upp á blíðuna í Borgarfirðinum í síðustu viku.
Við áttum þó góða daga á Bifröst í góðum félagsskap Guðnýjar og Hersis, Sesars og Katrínar og bættum m.a. Grábrók, Glanna og Paradís inn á okkar persónulega landakort.

Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?