Thursday, April 10, 2008

 

Kötufærsla

Kata búin að fara í tvær heimsóknir í Lækjarskóla, skoða skólann, hitta skólastjórann, sitja með 1. bekk, borða nesti, fara í frímínútur og finnst þetta nottla alveg geðveikt (eða „geeet) eins hún segir sjálf. Verst að maður þarf víst að læra stafina í skólanum en það er nokkuð sem hún nennir eiginlega ekki að gera (þykist samt næstum kunna að lesa og þylur upp romsu af „skítléttum" orðum eins og Kata, Aron, mamma og pabbi því til sönnunar). Hún skrifaði tölustafina fyrir móður sína í gær (1-25) - ágætt að kaupa sér smátíma í sófanum með svoleiðis verkefnum - og eini tölustafurinn sem sneri ekki öfugt var 8! Svo ákvað hún að hún gæti þetta bara ekki og YRÐI að fá sér orku úr Bubbakexi.

Nú þarf því að hefja nett „6-ára-stelpur-þurfa-að-kunna/geta-þetta" átak. Áhersluatriði verða
Já, það er greinilega munur á yngra og eldra barni hvað þetta varðar. Foreldrunum fannst Inga Sóley svo ofur-þroskuð og skynsöm þegar hún var á þessum aldri. Svo er auðvitað spurning hvort eitthvað breytist þegar maður er ekki lengur litla barnið á heimilinu heldur miðjusystir!?! Hvur veit?

Saturday, April 05, 2008

 

Börn

Frúin var að tappa af stóru myndavélinni og mundi þá eftir ýmsum atburðum sem liðnir eru á síðustu mánuðum.

Hún lætur þó duga að smella hérna inn fjórum myndum af börnum, teknar við ýmis tækifæri.

Hér eru t.d. vinkonur og hafnfirsk frændsystkini + Aron í afmælisveislunni hennar Ingibjargar. Já, by the way, hún var sko 10 ára í janúar. Ehemm, svona er þá komið fyrir frúnni. Það er greinilega ýmislegt sem fer fyrir ofan garð og neðan þessa dagana.
Posted by Picasa

Tuesday, April 01, 2008

 

Myndir frá Dóminíska og NY

Say no more


Posted by Picasa

 
Jæja, undur og stórmerki gerast enn. Frúin bloggar. Að sjálfsögðu hefur margt og mikið gerst síðan síðast var færð hér inn færsla.

Það er búið að fara til Akureyrar í heimsókn til tveggja vinafjölskyldna sem þar búa.

Það er búið að fara í sumarbústaðarferð í Brekkuskóg.

Það er búið að fæðast nýtt barn í stórfjölskylduna. Húrra fyrir Emelíu og til lukku Signý, Ingvi, Anna og Birna!!
Það er búið að plebbast heil ósköpin.

Og svo er búið að fara í tveggja vikna ferð til NY og Dóminíska lýðveldisins, eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Það var ekki mjög leiðinlegt.

Eins gengur og gerist þegar fólk á sjötugs og áttræðisaldri ferðast langar vegalengdir í rakt loftslag og er e-ð slappt fyrir þá vill það henda að það lendi inn á spítala í svo sem eina nótt en það þarf nú ekkert að skemma neitt stemninguna, sem var bara nokkuð góð.
Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?