Thursday, April 10, 2008
Kötufærsla
Kata búin að fara í tvær heimsóknir í Lækjarskóla, skoða skólann, hitta skólastjórann, sitja með 1. bekk, borða nesti, fara í frímínútur og finnst þetta nottla alveg geðveikt (eða „geeet) eins hún segir sjálf. Verst að maður þarf víst að læra stafina í skólanum en það er nokkuð sem hún nennir eiginlega ekki að gera (þykist samt næstum kunna að lesa og þylur upp romsu af „skítléttum" orðum eins og Kata, Aron, mamma og pabbi því til sönnunar). Hún skrifaði tölustafina fyrir móður sína í gær (1-25) - ágætt að kaupa sér smátíma í sófanum með svoleiðis verkefnum - og eini tölustafurinn sem sneri ekki öfugt var 8! Svo ákvað hún að hún gæti þetta bara ekki og YRÐI að fá sér orku úr Bubbakexi.
Nú þarf því að hefja nett „6-ára-stelpur-þurfa-að-kunna/geta-þetta" átak. Áhersluatriði verða
Nú þarf því að hefja nett „6-ára-stelpur-þurfa-að-kunna/geta-þetta" átak. Áhersluatriði verða
- Hvernig fer maður á fætur á morgnana þegar maður er vakinn (og neitar sér um að kúra aaaaðeins lengur - bara aaaaaðeins lengur - bara 5 mínútur í viðbót)
- Hvernig fer maður yfir götu án þess að fara sér að voða.
- Hvernig hjólar maður án hjálpardekkja.
- Hvernig fer maður í sund án allrar aðstoðar við sturtu, þurrkun og klæðnað.
- Hvernig reynir maður að vera góður við vini sína þegar maður er þreyttur eða vill ekki leika.
- Svo þurfa foreldrarnir líklega aðeins að fara að slaka á paranojunni og víkka aðeins radíusinn sem barnið má fara um ein síns liðs. Ætli það verði ekki það erfiðasta.