Thursday, April 10, 2008

 

Kötufærsla

Kata búin að fara í tvær heimsóknir í Lækjarskóla, skoða skólann, hitta skólastjórann, sitja með 1. bekk, borða nesti, fara í frímínútur og finnst þetta nottla alveg geðveikt (eða „geeet) eins hún segir sjálf. Verst að maður þarf víst að læra stafina í skólanum en það er nokkuð sem hún nennir eiginlega ekki að gera (þykist samt næstum kunna að lesa og þylur upp romsu af „skítléttum" orðum eins og Kata, Aron, mamma og pabbi því til sönnunar). Hún skrifaði tölustafina fyrir móður sína í gær (1-25) - ágætt að kaupa sér smátíma í sófanum með svoleiðis verkefnum - og eini tölustafurinn sem sneri ekki öfugt var 8! Svo ákvað hún að hún gæti þetta bara ekki og YRÐI að fá sér orku úr Bubbakexi.

Nú þarf því að hefja nett „6-ára-stelpur-þurfa-að-kunna/geta-þetta" átak. Áhersluatriði verða
Já, það er greinilega munur á yngra og eldra barni hvað þetta varðar. Foreldrunum fannst Inga Sóley svo ofur-þroskuð og skynsöm þegar hún var á þessum aldri. Svo er auðvitað spurning hvort eitthvað breytist þegar maður er ekki lengur litla barnið á heimilinu heldur miðjusystir!?! Hvur veit?

Innlegg:
krúttípútt!
 
á ekkert að koma með ammmmm´lismyndir hérna inn?
ein mjö óþreyjufull...
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?