Tuesday, August 22, 2006

 

Sjóræningjar

Posted by Picasa Bjálað að gera hjá sjóræningjunum Kötu Völu og Aroni.
Hér eru þau um borð í sjóræningjaskipinu að skjóta niður risaeðlurnar Einar og Auði. Að sjálfsögðu er bannað að detta í sjóinn (þ.e. á stéttina) þannig að það þurfti töluverða lagni við að binda skipið við kastalann og stökkva yfir vegginn til að stela mat og öðru nauðsynlegu. Gaman að vera í ímó.

 

Le pot

Ójá, það er ekki setið auðum höndum hér á bæ. Hjónin lentu í því að kaupa sér pott um daginn eftir að þau uppgötvuðu að slíkur myndi smellpassa á brúna pallinn í garðinum. Nú er bóndinn búin að vera að smíða og grafa upp stéttina eins og óður maður og stefnt er að tengingu innan tíðar. Enn vantar plexígler í hólfin á milli staura. Kreisí píbúl in Heifenfjord? Jess jess jess.

 

Uppskera

Þá er hluti haustuppskerunnar kominn í hús. Húsmóðirin hagsýna var séð að vanda og sendi dóttur sína í skólagarðana til að hún geti nú lagt eitthvað til heimilisins. Nú er næst á dagskrá núna er að finna út hvað í ósköpunum maður getur gert við grænkál og hnúðkál sem var töluverður hluti uppskerunnar.
Vinir og vandamenn er hjartanlega velkomnir í garðinn til að tína rifsber (og fá sér grænkál). Nú er húsfreyjan búin að sulta töluvert og enn er ekkert búið að snerta runnana upp á kletti. Svo endilega kíkið við með fötu og skæri. Einnig er í boði rabarbari og smá-jarðarber (og krækiber á klettinum).
Posted by Picasa Posted by Picasa

 

Götugrill 2006

Götugrillið árlega var haldið síðasta föstudag og var þar massastuð að venju. Katrínu fannst alveg magnað að mega hjóla og leika sér á götunni en Ingibjörg er nú orðin vön manneskja í þessum efnum. Eins og hans er von og vísa bjargaði Raggi frændi málunum fyrir selskapsþyrsta foreldra og tók að sér gæslu þegar systurnar fóru að sofa. Sérdeilis góð skemmtan fyrir unga sem aldna.
Hér eru fleiri myndir.


Posted by Picasa

Posted by Picasa

Monday, August 14, 2006

 

Þórsmörk

Fjölskyldan brá sér í tveggja nátta ferð í Þórsmörk á dögunum með 17 manna hóp hyskis tengdu frúnni. Tilvalið tækifæri til að herða börnin aðeins með 3 1/2 tíma göngu og svo eftir aðra minniháttar göngu var keppt í fótbolta þar sem börn (ekki þó yngstu) kepptu á móti fullorðnum. Það er alveg óþarfi að vera að tala um úrslitin hér en allir skemmtu sér hið besta og uppskáru massa harðsperrur. Svo var bara grillað og tjillað og farið í Þórslaug og svona... Mörkin alveg mögnuð og Stakkholtsgjá stórkostleg. Mm Ss. Úllalla frúin bara orðin skáldleg.
 Posted by Picasa

 

Myndir úr Þórsmörk




 Posted by Picasa

 

Risi verður til

Hér sjást dvergarnir þau Kata, Inga og Árni - öll svipað stór. Árni hefur svo greinilega fundið eitthvað galdraduft í hellinum því hann breyttist skyndilega í risa.........
 Posted by Picasa

Monday, August 07, 2006

 

Skrepp




Já, nú er frúin alveg orðin alveg gal i hoved. Einn sólardag nú um daginn var græjunum hent í skottið og brunað á Laugavatn og tjaldað þar. Þar kynntist fjölskyldan nýrri vídd í plebbaskap og verður hún nú aldrei söm aftur. Þetta er samt hin besta slökun; að sitja úti í náttúrunni með heitt kakó og horfa á maurana leika sér (vorum svo séð að tjalda nærri trampólíninu) og bara tsjilla. Alveg dejligt alveg hreint. Svo er hádegisborðið á hótel Geysi alveg til að mæla með.
 Posted by Picasa

 

Kata og Mía spjalla saman

 Posted by Picasa

 

Halló Hólmavík

Vísitölufjölskyldan IKEA hefur ekki mikla reynslu af útilegum og því var alveg upplagt að bæta úr því með því að vígja tjaldið nýja og ýmsar aðrar nýjar græjur á útihátíðinni Halló Hólmavík sem haldin var um daginn. Fjölskyldurnar á Ránargötu og í Safamýri áttu hugmyndina og átti fólk góðar stundir saman í Hólmavík og í Bjarnarfirði. Ýmsir hlutir gleymdust og greinilegt er að plebbahjónin hafa margt að læra og var því ómetanlegt að ferðast með sér reyndara fólki sem mætir á svæðið með ALLAR græjur, þ.á.m. Risk sem er alveg ómissandi þegar valdasjúkt fólk kemur saman. Aldrei þessu vant þá sigraði hr. Einar heiminn á fös.kvöldi og til að eiga það ekki á hættu að þurfa að stíga af stallinum þá var brunað í bæinn á laugardagskvöldi. Reyndar spilaði líka inn í að frúin vildi ólm komast í partý um kvöldið og svo þurfti Lúxembúrg á kröftum Einars að halda á sunnudeginum.


 Posted by Picasa

 

Árbæjarsafn



Ójá, mikil ósköpin sem húsmóðirin er fim í stultugangi. Greinilegt að 5 skipti í Vindáshlíð hafa haft eitthvað gagn. Þetta sannaðist í heimsókn í Árbæjarsafnið á dögunum.

Katrín Vala hefur greinilega verið diskódrottning í fyrra lífi því hún gat bara ekki hætt að dansa á diskógólfinu. Þegar allir voru búnir að prófa bílskúrsbandsgræjurnar var haldið áfram að frílista sig milli gamladagahúsanna og gat sagnfræðingurinn og mannvitsbrekkan í fjölskyldunni þá frætt ungviðið um lífið daglig dags í Reykjavík liðinna ára.

Ingibjörg er alveg föst á því að það hafi verið miklu skemmtilegra að vera barn í gamladaga þegar útvarpstæki voru rarítet og húsdýririn voru aldrei langt undan.
 Posted by Picasa

 

Fagurt í firðinum


 Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?