Tuesday, August 22, 2006
Sjóræningjar
Hér eru þau um borð í sjóræningjaskipinu að skjóta niður risaeðlurnar Einar og Auði. Að sjálfsögðu er bannað að detta í sjóinn (þ.e. á stéttina) þannig að það þurfti töluverða lagni við að binda skipið við kastalann og stökkva yfir vegginn til að stela mat og öðru nauðsynlegu. Gaman að vera í ímó.
Le pot

Uppskera

Vinir og vandamenn er hjartanlega velkomnir í garðinn til að tína rifsber (og fá sér grænkál). Nú er húsfreyjan búin að sulta töluvert og enn er ekkert búið að snerta runnana upp á kletti. Svo endilega kíkið við með fötu og skæri. Einnig er í boði rabarbari og smá-jarðarber (og krækiber á klettinum).





Götugrill 2006



Monday, August 14, 2006
Þórsmörk


Myndir úr Þórsmörk
Risi verður til
Hér sjást dvergarnir þau Kata, Inga og Árni - öll svipað stór. Árni hefur svo greinilega fundið eitthvað
galdraduft í hellinum því hann breyttist skyndilega í risa.........



Monday, August 07, 2006
Skrepp





Kata og Mía spjalla saman
Halló Hólmavík





Árbæjarsafn

Ójá, mikil ósköpin sem húsmóðirin er fim í stultugangi. Greinilegt að 5 skipti í Vindáshlíð hafa haft eitthvað gagn. Þetta sannaðist í heimsókn í Árbæjarsafnið á dögunum.

Katrín Vala hefur greinilega verið diskódrottning í fyrra lífi því hún gat bara ekki hætt að dansa á diskógólfinu. Þegar allir voru búnir að prófa bílskúrsbandsgræjurnar var haldið áfram að frílista sig milli gamladagahúsanna og gat sagnfræðingurinn og mannvitsbrekkan í fjölskyldunni þá frætt ungviðið um lífið daglig dags í Reykjavík liðinna ára.
Ingibjörg er alveg föst á því að það hafi verið miklu skemmtilegra að vera barn í gamladaga þegar útvarpstæki voru rarítet og húsdýririn voru aldrei langt undan.

