Tuesday, July 24, 2007
Ingumyndir

Það er skrýtið að oft birtast ýmis konar dularfullar myndir inn á milli þegar myndum er dælt af myndavélinni í tölvuna. Um daginn kom t.a.m. tásusyrpa, þ.e. myndir af 9 ára tásum á grasi, tásum á kletti, tásum í stiga o.s. frv.
Einnig eru sjálfsandlitsmyndir með ofurglennt bros alltaf klassískar. Nú síðast voru það grænmetisgarðsmyndir og nokkrar sandkaffihúsamyndir. Meðfylgjandi eru tvær Ingumyndir.
Frú í fríi

Jæja, þá er frúin í fríi og eins og hennar er von og vísa skal enginn dagur ónýttur í letilíferni. Eymingja stúlkunum er dröslað út um hvippinn og hvappinn; á Árbæjarsafn, í Nauthólsvík, til Þingvalla, í grasagarðinn, húsdýragarðinn og hvur veit hvert.

Þær eru eflaust dauðslifandifegnar þegar rignir því þá er hugsanlega hægt að halda sig heima, baka eða fara í bíó eða bara kósa sig. Komnar með yfirsig nóg af ís, pikknikknesti og grilluðum pulsum.

Já það er sko ekkert grín að vera í fríi. Meira að segja bóndinn sem er ekki einu sinni í fríi fær ekki frið til að sinna sinni ofpökkuðu dagskrá. Hann er þvingaður til að taka sér tíma til að koma í frænkuheimsóknir og matarboð.

O sei sei já já sérdeilis skrýtin er hún þessi kvensa.
Afli

Haldiði að bóndinn hafi ekki komið með níu stykki heim úr laxveiðitúrnum!?!? Þetta eru þá ekki bara tómir græjustælar í honum.

Þá er bara að fara að sjóða, grilla, reykja, steikja og grafa. Sérdeilis gómsætt villimeti laxinn. Ekki verra þegar hægt er að hafa heimræktaðar kartöfflur og grænmeti með.
Strönd

La playa Islandica. Varð bara að sýna líka þessar fínu myndir.
Er nokkur kominn með nóg af Snæfellsjökli??
Snæfellsnes

Þegar eiginmenn svíkja eiginkonur sínar og fara í veiði um afmælishelgi frúarinnar þá þýðir ekkert að velta sér upp úr volæði heldur halda út í sveit á vit ævintýranna með ömmu gömlu og dætrum.

Hér eru sumsé myndir frá skreppferð mæðgnanna á Snæfellsnesið. Ströndin við gistiheimilið (Langaholt) var bara æði í þessari líka bongóblíðu sem var þessa daga.
Úti í hrauni

Fyrir þá sem ekki vilja leita langt yfir skammt má benda á skemmtilega fjárrétt örskammt frá Hafnarfirði. Góður granni benti hjónunum á þessa rétt á dögunum og um leið og stigið var upp úr pottinum var hafist handa við að útbúa pikknikkdinner og rokið af stað.

Ekki amarlegt að snæða pikknikk í svo fögru umhverfi og fá svo feisíal trítment á eftir.
Tuesday, July 03, 2007
Ekki er öll vitleysan eins

Frú: Er þetta ekki soldið stórt?
Herra: Þetta er nú meiri djöfuss klikkunin. Þetta er sennilega mesta vitleysa sem við höfum farið út í.
Þetta eru sumsé vangavelturnar á Austurgötunni. Eflaust hjá fleirum en hjónunum í hvíta húsinu.
Ingibjörg, v-i-t-l-e-y-s-a, vitleysa, mistök.
Viiiiitleyyyssssaaahh. Mistöhhööööökhh.
Monday, July 02, 2007
"Geggjað flottir hestar"
Mía

Alveg getur maður orðið gáttaður á látunum í þessum stóru stelpum ef maður er bara 16 mánaða stelpa. Fínt að dunda sér bara soldið í drullumallinu.
Ský

Massakúlað ský.
Desert

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er sprettan í matjurtagarðinum afar góð. Framar vonum verður að segjast. Hér eru stúlkurnar að snæða eftirrétt uppi á kletti.
Jónsmessunótt

Eins og það er nú yndislegt í firðinum er líka fínt að komast aðeins úr menningunni og út í guðsgræna náttúruna. Fjölskyldan tjaldaði til einnar nætur á fremur troðnu tjaldstæði í Sandártungu (á leiðinni inn í Þjórsárdal). Þar kynntist sú sem á erfitt með að sofa á nýjum stöðum ýmis konar menningu/ómenningu þar sem hægt var að heyra ALLT sem nágrannarnir ræddu um og skemmtu sér við langt fram eftir nóttu.
Áður en gengið var til náða í tjaldinu ákvað fjölskyldan þó að skreppa aðeins yfir í Landmannalaugar, svona bara til að líta í kring um sig fyrir háttinn.
Bóndinn fékk að reyna aðeins nýja gullmolann sinn og er frúin svona hægt og rólega að sættast við þessa nýju ást í lífi mannsins.
Það er nú ekki annað hægt en að vera sáttur við það að blússa um óbyggðir í gullkagga á sólbjartri jónsmessunóttu.
Sunday, July 01, 2007
Dýrin í Hellisgerði

Ójá, það var mikil menning í Hellisgerði á dögunum þegar krakkar á leiklistarnámskeiðinu í Gamla Lækjó sýndu afrakstur tveggja vikna þroooooootlausra æfinga. Dýrin stóðu sig með sannri prýði og múgurin og margmennið sem kom til að verða vitni að leiksigri krakkanna var sæll og sáttur.

Á myndinni eru
Mikki refur/Melkorka, Marteinn skógarmús/Mariam, Amma mús/Ingibjörg, Áhorfandi/Anna María.
Sumarið komið

Myndir frá smá skrepptúr um daginn.
