Wednesday, December 09, 2009
Allt að koma
Jæja, nú á að halda soldið áfram. Já sumsé ........... það sem hefur gerst frá því frá var horfið er margt og mikið. sumarið var yndi, frúin er orðin hálfsjötug, Ella er orðin 15 mán, hleypur um allt, klifrar í sófum og fiktar í öllu og dreifir um híbýlin, herrann er orðin þrjátíuogsex og ennþá er hann í sama vinnuruglinu (t.d. ekki kominn heim núna kl. 22 að kveldi dags), Kata er í miklu stuði yfirleitt en doldið mikið í dramanu, slasar sig lífshættulega nánast daglega og lætur mikið í sér heyra (liggur reyndar núna sofandi eins og engill með tómt súkkulaðidagatal sér við hlið) og síðast en ekki síst hún Ingibjörg okkar Sóley snillingurinn er námshestur mikill og badmintonstjarna upprennandi og yfirleitt svona mellótýpa sem er bara í góðum málum (Inga er doldill gaufari eins og móðir sín og er núna ennþá á vappi að tékka á þessum skrifum en ætti auðvitað að vera komin í bólið). Já svona erum málum háttað hjá fjölskyldunni núna.
Wednesday, July 01, 2009
Svona á það að vera

Sóldýrkandi dauðans var ekki nógu hress með að hanga undir skýjunum í Reykjavík á meðan aðrir landsmenn í innsveitum nutu sólar. Því var brunað upp á Þingvelli með systrunum og tekin massíf 2 1/2 tíma ganga. Börnunum fannst þetta hin mesta svaðilför enda þurftum við að troða okkur skríðandi í gegn um gat í Almannagjá (handlangandi ungbarnið á milli), stökkva yfir gjár og fara yfir gaddavírsgirðingu til að komast leiðar okkar. Vonum að barnaverndarnefnd komist ekki að þessu.
Geðveikur dagur. Brennsla dagsins fór þó fyrir lítið. 7 stk. 16" pizzur voru keyptar á leiðinni heim til afa sem beið einn í kotinu (en amman var fjarri góðu gamni að dansa við biskupinn á Hólum).
Hér er verið að á á leiðinni en meðferðis í gönguna var 1 lítri af vatni sem menn og dýr þurftu að deila.
Geðveikur dagur. Brennsla dagsins fór þó fyrir lítið. 7 stk. 16" pizzur voru keyptar á leiðinni heim til afa sem beið einn í kotinu (en amman var fjarri góðu gamni að dansa við biskupinn á Hólum).
Hér er verið að á á leiðinni en meðferðis í gönguna var 1 lítri af vatni sem menn og dýr þurftu að deila.
Sumó tumó lumó
Berlín - Prag o.fl.




Síðasta flugpunktaferðin var farin um daginn til Þýskalands þar sem frúin losaði sig algerlega við Þýskalandsfóbíu sína. Legoland var auðvitað skothelt og sveitin sæt. Þjóðverjar eru kannski ekki mest sjarmerandi þjóð í heimi en þeir reyndust okkur alveg prýðilega.
Svo var farið til Dísu & co. í Prag og sitthvað skoðað í Tékkó, þ.e. þeir sem nenntu. Gaman að koma þangað. Hafnfirska frúin gæti alveg vanist því að hafa tennisvöll í garðinum hjá sér og garðyrkjufólk sem kemur vikulega og klippir trén í kúlur og keilur. Svo massaði fjölskyldan Berlín í lokin.
Skemmtilegt frí og fjölbreytt en ekki beint það ódýrasta. O sei sei og já já.
Skemmtilegt frí og fjölbreytt en ekki beint það ódýrasta. O sei sei og já já.
Kata 7 ára


Ehemm. Jahérnahér. Það er eflaust ekki nokkur sála sem nennir núorðið að kíkja inn á þessa síðu sem ekki er uppfærð í 2 1/2 mánuð EN þar sem aðaltilgangur þessarar síðu er sjálfmiðuð upprifjun og heimildasöfnun fjölskyldunnar á Austurgötu þá ætlar frúin að halda áfram að blogga eins og ekkert hafi í skorist. Héðan í frá skal reynt að halda dampi.
En allavegana. Hún Kata okkar Vala varð víst 7 ára gömul 3. maí og hélt af því tilefni tvö stykki veislur sama daginn. Massíft úthald fyrir alla fjölskylduna sem var með gesti frá hádegi til háttatíma. En gaman. Mjög gaman enda fékk daman marga marga marga pakka.
En allavegana. Hún Kata okkar Vala varð víst 7 ára gömul 3. maí og hélt af því tilefni tvö stykki veislur sama daginn. Massíft úthald fyrir alla fjölskylduna sem var með gesti frá hádegi til háttatíma. En gaman. Mjög gaman enda fékk daman marga marga marga pakka.
Tuesday, April 14, 2009
Nýjasta nýtt


Já, svona er nú það.
Thursday, February 26, 2009
Öskudagur



Tuesday, February 24, 2009
Elín Elín Katrín



Thursday, February 05, 2009
Bílapirr
Í hörkufrosti og snjó er gott að eiga góðan bíl. Stóran, hlýjan fjölskyldubíl. Þó svo að skotthurðin frjósi stundum þá bíður maður bara aðeins með að setja vagninn inn. Góður bíll samt. Sérstaklega skemmtilegt finnst húsmóðurinni þegar báðar afturhurðirnar frjósa líka og maður þarf að fara með þrjú börn (þar af eitt í smábarnabílstól) á milli staða. Mjög hresst.
Nýjustu tölur komnar í hús

Daman er orðin 67,5 sm löng og í gær mældist hún 7.895 gr. að þyngd. Allt virðist í stakasta lagi og hún þroskast á ljóshraða. Að vísu er hún ekkert að eyða of mikilli orku í að reyna að velta sér og ekki getur hún setið sjálf í lengur en ca. 2 sek. En fyrir framkomu, hegðun og almenn krúttheit fær hún dúse points. Það er allavega álit okkar hér í kotinu.

Monday, January 26, 2009
Ellefu vetra
Jamm og jæja. Þá er hún orðin ellefu vetra hún Ingibjörg Sóley. Hátíðarhöld voru sem hér segir: Út að borða á afmælisdegi, 12 stelpur klæddar upp eins og gamalmenni í pizzur og kökur á föstudegi og fjölskyldukaffiboð á sunnudegi þar sem alvöru gamalmenni á ýmsum aldri mættu og átu kökur og kruðerí. Ekki verður þetta einfaldara með aldrinum, svo mikið er víst.
Stúlkan nennir ekki að segja ykkur sjálf frá (hefur ekki hreyft við þriðju bloggsíðu sinni svo mánuðum skiptir og ekki að ræða það að hún segi frá á þessari síðu). Gott hjá henni.
Tuesday, January 13, 2009
Fullorðið fólk
Mæðgurnar sátu saman í gær og snæddu kvöldverð undir fréttum af limlestum börnum í Palestínu. Já, það er víst eitthvað farið að snjóa yfir fögur fyrirheit bóndans um 9-5 væðinguna, nýju gildin, ástina og lífið o.s.frv. En allavega, endalausar fréttir af börnum í stríðshrjáðu landi vekja spurningar sem þarf að svara og útskýra á hæfilega einföldu máli án þess að vekja hræðslu en samt þannig að það skiljist að heimurinn er ekki réttlátur og fagur alls staðar. Sagnfræðingurinn í fjölskyldunni gerði sitt besta til þess og var komin út í heimsstyrjaldir og trúarbragðafræði og guðmávitahvað. Þegar sögustundinni var lokið eftir miklar vangaveltur stúlknanna var samt ein spurning eftir hjá KVE sem móðirin gat ómögulega svarað: "Af hverju geta þessir Ísraelar ekki bara hagað sér eins og fullorðið fólk?" Getur einhver svarað því?
Friday, January 09, 2009
Foreldrar og börn

Obbobbobb. Frúin gleymdi alveg að blogga um jólin, skipulag og skraut, bakstur og boð, mat og mannfagnaði. Var of upptekin ofan í að hamra í sig rjóma, smjöri og steikum og hitta fullt af fólki og frændgarði.
Hérna eru hjónin huggulegu á morðgátu-mannfagnaði sem haldinn var á Austurgötunni.

Bankaráðsstofnun
Fjölskyldan sat saman í gær og snæddi ýsu og kartöfflur (svona samverustundir er orðnar bara nokkuð algengar núna eftir ríkisvæðinguna). Aldrei þessu vant varð ca. 5 sekúndna þögn - sem engan veginn er eðlilegt. Þá segir Kata: "Hey, eigum við ekki að tala um eitthvað? Til dæmis bankaráðsstofnun?" Inga er fljót að svara: "Bankar eru bara til vandræða". Þar hafið þið það.
Sunday, December 07, 2008
Flóki

Elín Helga



Ragnar og amma Ólöf voru vottar og munu þau sjá um að tryggja stúlkunni kristilega leiðsögn í framtíðinni. Já sálarheill barnsins er í þeirra höndum - sem er nú alls ekki svo slæmt.
Húsmóðirin nennir ekki að birta myndir af öllum gamlingjunum í veislunni heldur smellir hér inn mynd af systrum og systrabörnum stúlkunnar. Atli var þó fjarri góðu gamni því hann var á sama tíma að vinna Íslandsmeistaratitil í skylmingum. Þarna sannast að með því að leyfa börnum að nota sverð, spjót (sem sumir vilja flokka sem ofbeldisleikföng) er maður bókstaflega að hvetja börn til íþróttalegra stórvirkja.
Thursday, November 13, 2008
Þroski


Thursday, October 30, 2008
Framúrskarandi hagsýni


Smelli svo með einni mynd af ungbarninu.
Kreppan tekur þetta ekki frá okkur


